Amma Dýrunn (1987-94)

engin mynd tiltækAmma Dýrunn var akureysk hljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar.

Amma Dýrunn hlaut nafn sitt vorið 1990 en meðlimir hennar höfðu þá reyndar starfað saman meira og minna frá 1987 undir öðrum nöfnum. Sveitin lék á böllum, einkum norðanlands til sumarsins 1994 eða jafnvel lengur en einhverjar mannabreytingar höfðu þá átt sér stað í henni.

1993 átti hljómsveitin lag á safnplötunni Lagasafnið 3, hún var þá skipuð þeim Jóni Ómari Árnasyni gítarleikara, Baldri Rafnssyni bassaleikara, Sævari Benediktssyni trommuleikara, Ólafi Hrafn Ólafssyni gítarleikara og Val Halldórssyni söngvara.

Valur hafði áður verið trommuleikari Ömmu Dýrunnar en þá hafði Viðar Einarsson verið söngvari sveitarinnar. Fleiri gætu hafa komið við sögu hennar.