Afturgangan (1968-69)

Afturgangan

Afturgangan

Um hljómsveitina Afturgönguna (Afturgöngurnar) frá Sauðárkróki er litlar upplýsingar að finna.

Meðlimir hennar munu þó hafa verið Hörður G. Ólafsson, Valgeir Kárason, Jóhann Friðriksson og Guðni Friðriksson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var en hún mun hafa verið starfandi á árunum 1968-69 en breyttu nafni sveitarinnar í Stuff / Stöff þegar gítarleikarinn Sveinn Ingason gekk til liðs við hana.