Alto [1] (um 1960-65)

Alto 1963

Alto kvintett 1963

Hljómsveit að nafni Alto (stundum nefnd Alto kvintett eða Alto sextett) var stofnuð í Hagaskóla á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar, jafnvel 1960 eða 61.

Stofnmeðlimir Alto voru Jón Pétur Jónsson bassaleikari, Sveinn Guðjónsson píanóleikari, Sigurður Viggó Kristjánsson trommuleikari, Einar Páll [?] trompetleikari og Guðjón Pálsson saxófónleikari en er þeir luku námi tóku aðrir við s.s. Ari Jónsson yngri bróðir Jóns Péturs og Gunnar Guðjónsson yngri bróðir Sveins. Karl [?] harmonikkuleikari, Guðmundur Frímannsson gítarleikari og Diddi [?] gítarleikari voru einnig í sveitinni um einhverjum tímapunkti.

Nokkrir af fyrrnefndum meðlimum sveitarinnar áttu síðar eftir að gera garðinn frægan með Roof tops.