Danshljómsveit Vestfjarða (1977-79)

Danshljómsveit Vestfjarða

Danshljómsveit Vestfjarða var starfrækt á Ísafirði 1977–79. Hún var stofnuð 1977 af nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Ýrar, sem þá hafði verið starfandi síðan 1973. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Jónsson trommuleikari, Reynir Guðmundsson söngvari, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari og Örn Jónsson, sem allir höfðu verið í Ýr, auk þeirra voru Svein Arve Hovland gítar- og trompetleikari og Jóhannes Johnsen hljómborðsleikari í sveitinni.

Vorið eftir (1978) bættust þau Vilberg Viggósson hljómborðsleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari, Hörður Ingólfsson hljómborðs- og ásláttarleikari og Ásdís Guðmundsdóttir söngkona í hópinn en Sigurður Rósi, Reynir, Svein Arve og Jóhannes hættu í staðinn þannig að segja má að sveitin hafi nánast skipt alveg um liðsskipan.

Danshljómsveit Vestfjarða starfaði út sumarið 1979 en það sumar voru í henni þau Örn, Rúnar, Vilberg, Hörður, Rafn og Ásdís.