Danssporið (1986-90)

Danssporið

Danssporið

Hljómsveitin Danssporið var áberandi á öldurhúsum Reykjavíkurborgar síðari hluta níunda áratugarins.

Sveitin sem var í gömlu dansa geiranum, var stofnuð af frumkvæði söngkonunnar Kristbjörgu (Diddu) Löve snemma árs 1986 en hún hafði þá sungið um árabil í danshljómsveitum Jóns Sigurðssonar og Guðmundar Ingólfssonar svo dæmi séu tekin.

Hún fékk til liðs við sig Guðna Guðnason harmonikkuleikara, Gunnar Pálsson bassaleikara, Stefán P. Þorbergsson gítar- og hljómborðsleikara og Grétar Guðmundsson trommuleikara og söngvara en sveitin spilaði á skemmtistöðum eins og Sigtúni en þó mest í Ártúni. Einhverjar mannabreytingar urðu í sveitinni, Ragnar Páll [Einarsson?] hljómborðs- og gítarleikari kom inn í hana sem og Grettir Björnsson harmonikkuleikari í stað Guðna. Arna Þorsteinsdóttir söng eitthvað með sveitinni einnig.

Danssporið starfaði líklega fram á vorið 1990 er hún hætti störfum.