Glatkistan

Valmynd

Hoppa yfir í efni
  • Heim
  • Gagnagrunnur
    • 0-9 [6]
    • A [66]
    • Á [11]
    • B [499]
    • C [131]
    • D [142]
    • Ð [3]
    • E [83]
    • É [4]
    • F [348]
    • G [389]
    • H [72]
    • I [69]
    • Í [54]
    • J [111]
    • K [160]
    • L [63]
    • M [252]
    • N [116]
    • O [67]
    • Ó [76]
    • P [152]
    • Q [3]
    • R [126]
    • S [1117]
    • T [324]
    • U [42]
    • Ú [34]
    • V [174]
    • W [19]
    • X [16]
    • Y [12]
    • Ý [3]
    • Z [5]
    • Þ [108]
    • Æ [5]
    • Ö [14]
  • Fréttir
    • Fréttasafn
  • Greinar
    • Greinasafn
  • Gagnrýni
    • Gagnrýnasafn
  • Textar
    • A [92]
    • Á [65]
    • B [128]
    • C [9]
    • D [72]
    • E [129]
    • É [116]
    • F [144]
    • G [117]
    • H [137]
    • I [11]
    • Í [68]
    • J [61]
    • K [133]
    • L [161]
    • M [109]
    • N [64]
    • O [19]
    • Ó [44]
    • P [26]
    • Q [1]
    • R [56]
    • S [349]
    • T [76]
    • U [32]
    • Ú [20]
    • V [173]
    • Y [7]
    • Þ [140]
    • Æ [16]
    • Ö [14]
  • Á döfinni
    • Viðburðaskrá
  • Tenglar
  • Heimildir
  • Annað
    • Getraunir
    • Kannanir
    • Krossgátur
    • Topp tíu listar
  • Hafið samband
  • Styrkir
  • Um síðuna

Ðe Lónlí blú bojs (1974-76)

Helgi J / 19/01/2015
Lónlí blúbojs

Ðe lónlí blú bojs

Ðe Lónlí blú bojs er hljómsveit sem stofnuð var upp úr Hljómum síðla árs 1974, reyndar mætti með góðum rökum benda á að þetta sé sama sveitin enda skipuð sama mannskap. Tónlistaráherslur voru þó hvorki hinar sömu, né nafnið og því varla við hæfi að segja þær sömu sveitina.

Upphafið má þó rekja til þess að Hljómaliðar vildu breyta um stíl, spila léttari tónlist og brugðu því á það ráð að dulbúa sveitina sem eins konar leynisveit en slíkt var nokkuð í tísku um þetta leyti, sbr. Stuðmenn, Grámann og Hrámann og fleiri sveitir.

Þeir Gunnar Þórðarson gítarleikari, Rúnar Júlíusson bassaleikari, Engilbert Jensen söngvari og trommuleikari og Björgvin Halldórsson söngvari höfðu verið í þessari síðustu útgáfu Hljóma og tóku upp þetta nafn Lónlí blús bojs, sem sagan segir að Sigríður Þorleifsdóttir móðir Björgvins hafi átt hugmyndina að. Strax var ráðist í gerð lítillar tveggja laga plötu sem innihélt lögin Diggi liggi ló og Kurrjóðglyðru og gaf nýtt útgáfufyrirtæki þeirra Gunnars og Rúnars út plötuna, lögin voru tekin upp í hljóðveri Hjartar Blöndal og Ólafs Þórðarsonar.

Sveitin varð strax mjög vinsæl með sitt létta gleðipopp og þrátt fyrir að ekki væru allir tónlistarspekúlantar full sáttir við þetta nýja útspil Hljóma, sem höfðu þá þróast frá léttu bítlapoppi yfir í þyngri hippatónlist og svo þaðan aftur á byrjunarreit léttleikans, voru þeir sjálfir himinlifandi yfir endurvöktum vinsældum og hugsuðu lítt um annað.

Í kjölfarið var ráðist í gerð stórrar plötu sem hlaut titilinn Stuð stuð stuð (1975). Á bakhlið plötuumslagsins ritaði Þorsteinn Eggertsson nokkur orð í léttari kantinum, þar sem hann mærði þá leynifélaga Njál, Pál, Valdimar og Sörla, eins og hann kallaði þá en engum duldist víst hverjir voru á ferðinni þegar söngvararnir hófu upp raust sína, enda höfðu þeir allir sungið vinsæl lög áður. Þorsteinn sem með réttu mætti kalla fimmta meðliminn (enda aðal textasmiður sveitarinnar) myndskreytti einnig plötuumslagið. Þar segir einnig að á plötunni sé að finna lagið Diggi liggi ló sem var að finna á fyrrnefndri smáskífu en svo er þó ekki, hver svo sem skýringin er.

Lónlíblúbojs

Lónlí blú bojs með gullplötur

Lögin á plötunni voru flest erlend við íslenska texta Þorsteins en vinsælasta lagið varð þó lag Gunnars, Heim í Búðardal, sem má segja að hafi komið Dalamönnum á kortið og í vitund landsmanna. Önnur lög náðu einnig miklum vinsældum eins og titillagið Stuð stuð stuð, Það blanda allir landa upp til stranda, Lag þetta gerir mig óðan og Hani, krummi, hundur, svín, sem trylltu landann á sveitaböllununum í kjölfarið, sveitin spilaði reyndar aldrei mikið en varð þeim mun meiri hljóðverssveit. Platan seldist með eindæmum vel, í ríflega fimmtán þúsund eintökum þannig að útgáfufyrirtæki Gunnars og Rúnars, Hljómar, sem þarna var að hefja starfsemi sína, náði þarna fljúgandi starti.

Það var því eðlilegt að þeir gæfu út aðra smáskífu til að fylgja þessari eftir en hún hafði að geyma lögin Kærastan kemur til mín og Syngjum saman lag, og stuðið hélt áfram.

Önnur breiðskífa kom síðan út áður en árið 1975 var á enda þegar Hinn gullni meðalvegur kom út. Á þeirri plötu var sama uppskrift, að mestu erlend lög með stuð út í eitt og lög eins og Harðsnúna Hanna, Mamma grét, Út og suður þrumustuð og titillagið Hinn gullni meðalvegur urðu gríðarlega vinsæl. Ekki voru sem fyrr allir sáttir við þessa “ódýru” tónlist og fannst mörgum sem hæfileikum þessara manna væri heldur betur kastað á glæ en meðlimir sveitarinnar létu sem áður vinsældarsjónarmiðið ráða ríkjum. Platan fékk t.d. slæma útreið í Poppbók Jens Guðmundssonar.

Þegar hér var komið sögu voru þó komnir brestir í samstarfið, ekki var um að ræða tónlistarlegan ágreining heldur ágreining vegna útgáfufyrirtækis Gunnars og Rúnars, svo fór að útgáfan lagði upp laupana og þeir félagar stofnuðu sitt hvort útgáfufélagið, Ými og Geimstein.

Ýmir gaf út þriðju breiðskífu sveitarinnar, Á ferð, haustið 1976 en Lónlí blú bojs hafði einmitt um sumarið farið í mikla sveitaballaferð um landið með pomp og prakt, í þeirri ferð spilaði bandarískur trommuleikari, Terry Doe með bandinu þannig að Engilbert fékk meira svigrúm sem söngvari. Terry þessi hafði reyndar spilað á trommur á öllum plötum sveitarinnar, Þórir Baldursson var einnig með í för. Eftir ágreining þeirra Rúnars og Gunnars hafði orðið ljóst að af frekari samstarfi yrði ekki í bili. Þeir áttu þó eftir að vinna eitthvað saman síðar. Á þessari nýjustu og síðustu plötu sveitarinnar kenndi ýmissa grasa en hún náði ekki eins miklum vinsældum og fyrri plötur, lögin Fagra litla diskódís og Hamingjan urðu þó feikivinsæl. Á ferð hlaut ekki eins góðar viðtökur og fyrri plötur og seldist síst af þeim, hún fékk ennfremur mjög slaka dóma í Poppbók Jens Guðmundssonar. Platan var tekin upp í Hljóðrita af Tony Cook og var blanda íslenskra og erlendra laga eins og áður. Þorsteinn samdi flesta texta sem áður. Það má segja að sveitin hafi verið hætt störfum um haustið þegar platan kom út og því hafi henni einfaldlega ekki verið fylgt almennilega eftir, það sé ástæðan fyrir því að hún seldist ekki betur. Því er þó ekki að neita að sveitin var með afkastameiri sveitum í íslensku tónlistarlífi, þrjár stórar plötur og tvær litlar á aðeins tveimur árum.

Lónlí blú bojs hefur komið saman síðan þó ekki sé það með neinum lúðrablæstri, 1985 spilaði sveitin nokkrum sinnum og aftur árið 2005. Lög sveitarinnar hafa ratað inn á fjölmargar safnplötur í gegnum tíðina s.s. Óskalögin 4, Óskalögin 6, Aftur til fortíðar 70-80 II o.m.fl. en einnig hafa komið út þrjár safnplötur sem hafa eingöngu að geyma lög sveitarinnar s.s. Vinsælustu lögin (1977), 25 vinsælustu lögin (1989) og Komplít (2005), tvöföld safnplata með öllum lögum sveitarinnar.

Efni á plötum

Rate this:

Deila:

  • Facebook
  • Tölvupóstur
  • Prenta

Líkar við:

Líka við Hleð...
19/01/2015 í D. Merki:25 vinsælustu lögin, Á ferð, Ðe Lónlí blú bojs, Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson, Hinn gullni meðalvegur, Hljómar, Komplít, Rúnar Júl., Rúnar Júlíusson, Rúni Júl., Reykjavík, Stuð stuð stuð, The Lonely blue boys, Vinsælustu lögin

Tengdar færslur

Ðe Lónlí blú bojs – Efni á plötum

Eilífðarbræður (1975)

Hljómar [2] [útgáfufyrirtæki] (1974-75)

Færslu leiðarstýring

← Ðe Lónlí blú bojs – Efni á plötum
Dögg (1973-76) →

Leit á Glatkistunni

Glatkistan á Facebook

Glatkistan á Facebook

Færsludagatal

janúar 2015
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Des   Feb »

Tölfræði

  • 1.583.032 flettingar frá upphafi
Bloggaðu hjá WordPress.com. eftir Konstantin Kovshenin.
  • Fylgja Fylgja
    • Glatkistan
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Glatkistan
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Copy shortlink
    • Report this content
    • View post in Reader
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...
 

    %d bloggurum líkar þetta: