Sambandið (1989-95)

sambandid1

Sambandið

Hljómsveitin Sambandið var nokkuð áberandi á sínum tíma og herjaði einkum á árstíðar- og þorrablótamarkaðinn.

Sveitin var stofnuð 1989 og var ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé. Fyrst um sinn voru meðlimir hennar Reynir Guðmundsson söngvari, Bjarni Helgason trommuleikari og söngvari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari, Albert Pálsson hljómborðsleikari og söngvari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari.

Smám saman fór Sambandið að leika meira á lokuðum samkomum eins og árshátíðum og þorrablótum og varð það þeira aðalvettvangur, sveitin lék t.a.m. nokkrum sinnum á Íslendingahátíðum í Luxemborg.

Einhverjar mannabreytingar urðu í sveitinni, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari tók við af Herði, og hugsanlega aðrar breytingar einnig.

Sambandið sendi sumarið 1992 frá sér ellefu laga plötuna Ný spor, sem hún gaf út sjálf og hafði að geyma frumsamið efni. Engar sögur fara af viðtökum.

Svo virðist sem Sambandið hafi starfað a.m.k. til ársins 1995. Það liggur þó ekki nákvæmlega fyrir, t.d. var sveit með þessu nafni starfandi 1998 og 2001.

Efni á plötum