Samkór Húsavíkur [3] (2001-09)

engin mynd tiltækSamkór Húsavíkur var starfandi um nokkurra ára skeið á árunum 2001-09 í bænum en starfsemi hefur legið niðri síðustu árin.

Kórinn var stofnaður árið 2001 og var Hólmfríður Benediktsdóttir stjórnandi hans fyrst um sinn en Lisa McMaster tók síðan við af henni. Meðlimir kórsins voru iðulega á bilinu þrjátíu til fjörutíu talsins en sá háttur var hafður á að þeir voru skráðir nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur enda var kórinn á vegum skólans.

Svo virðist sem Samkór Húsavíkur hafi ekki verið starfandi frá árinu 2009.