Samkór Húsavíkur [1] (1942)
Samkór Húsavíkur hinn fyrsti var skammlífur en hann starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði. Kórinn var stofnaður í ársbyrjun 1942 og starfaði af því er virðist fram á vorið en hann náði einungis að halda eina tónleika á þeim tíma. Stjórnandi Samkórs Húsavíkur var Ásbjörn Stefánsson læknir en um sextíu manns voru í kórnum.