Samkór Húsavíkur [1] (1942)

Samkór Húsavíkur hinn fyrsti var skammlífur en hann starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði. Kórinn var stofnaður í ársbyrjun 1942 og starfaði af því er virðist fram á vorið en hann náði einungis að halda eina tónleika á þeim tíma. Stjórnandi Samkórs Húsavíkur var Ásbjörn Stefánsson læknir en um sextíu manns voru í kórnum.

Samkór Húsavíkur [2] (1986)

Samkór Húsavíkur var starfandi 1986 á Húsavík undir stjórn Úlriks Ólasonar kirkjuorganista. Þessi kór virðist ekki hafa verið langlífur en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Samkór Húsavíkur [3] (2001-09)

Samkór Húsavíkur var starfandi um nokkurra ára skeið á árunum 2001-09 í bænum en starfsemi hefur legið niðri síðustu árin. Kórinn var stofnaður árið 2001 og var Hólmfríður Benediktsdóttir stjórnandi hans fyrst um sinn en Lisa McMaster tók síðan við af henni. Meðlimir kórsins voru iðulega á bilinu þrjátíu til fjörutíu talsins en sá háttur…