Afmælisbörn 20. janúar 2017

laddi1

Laddi

Tvö afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk:

Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og tveggja ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um tíma.

Þórhallur (Laddi) tónlistarmaður og skemmtikraftur á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Laddi er þekktastur fyrir grínið og hefur m.a. gefið út fjölmargar plötur einn og í félagi við aðra, en hefur einnig sungið alvarlegri tónlist. Laddi var trymbill í hljómsveitum hér áður fyrr og spilaði hér heima sem erlendis með þeim. Nýlega kom út bókin Laddi – þróunarsaga mannsins sem kom okkur til að hlæja, skráð af Gísla Rúnari Jónssyni.