Melódía [1] (1983-87)

Pöbbabandið Melódía starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar, af því er virðist með hléum.

Meðlimir sveitarinnar voru á einhverjum tímapunkti þeir Torfi Ólafsson bassaleikari, Einar Melax hljómborðsleikari og Ingi G. Ingimundarson trommuleikari en einnig hafa verið nefndir Hörður [?] og Helgi [?]. Fleiri gætu hafa verið viðloðandi sveitina.

Melódía var líklega lengst af tríó og starfaði fyrst 1983 en virðist svo hafa legið í dvala til ársins 1986 og starfað þá til loka árs 1987. Þessar upplýsingar gætu þó verið rangar og er óskað eftir frekari upplýsingum um sveitina.