Metro music [umboðsskrifstofa] (1983)

Metro music var umboðsskrifstofa og viðburðafyrirtæki sem Hallvarður E. Þórsson (sem skipulagði Melarokk 1982) starfrækti við annan mann árið 1983.

Metro music flutti inn bresku sveitina Siouxsie and the Banshees vorið 1983 en léleg aðsókn á tónleikana varð þess valdandi að fyrirtækið varð skammlíft. Þá höfðu þeir félagar einnig staðið í viðræðum við Roxy music og Kraftwerk en af þeim tónleikum varð aldrei.