Afmælisbörn 22. apríl 2015

Fr‡ ¾fingu jazztr’— çrna HeiÝars (vinnuheiti DIM 41).

Matthías M.D. Hemstock

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni:

Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis á 59 ára afmæli en hann er klárlega þekktastur fyrir lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að hasla sér völl sem rithöfundur.

Matthías M.D. Hemstock trommu- og slagverksleikari er 48 ára gamall, hann hefur þótt ómissandi þegar kalla hefur þurft til slagverksleikara til að leika inn á plötur en þar má t.d. nefna plötur Jóels Pálssonar, Skúla Sverrissonar, Hilmars Jenssonar, Tómsar R. Einarssonar, Ólafar Arnalds, Jóhanns Jóhannssonar o.fl. Matthías hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Todmobile, Havanabandinu, Kerfli, Rússíbönum, Saltfiskssveit Villa Valla og Caput.

Þriðja afmælisbarn dagins er Steinar (Baldursson) en hann gaf út plötuna Beginning árið 2013 og vakti fyrir það mikla athygli, þá aðeins átján ára Verzlunarskólanemi. Steinar er tvítugur í dag.