Ýmir [1] [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Ýmir [útgáfufyrirtæki]1

Halli, Laddi og Gísli Rúnar með eintak af plötu sinni, Látum sem ekkert C.

Ýmir, hljómplötuútgáfufyrirtæki Gunnars Þórðarsonar starfaði um þriggja ára skeið og gaf út nokkrar af þekktustu plötum samtímans.

Þegar ósætti Gunnars og Rúnars Júlíussonar félaga hans í útgáfufyrirtækinu Hljómum (samnefnt hljómsveit þeirra) varð til þess að þeir stofnuðu sína hvora plötuútgáfuna árið 1976, varð plötuútgáfan Ýmir til. Fyrirtæki Rúnar hlaut nafnið Geimsteinn og lifir enn.

Fyrsta platan sem Ýmir gaf út var sólóplatan Engilberts Jensen félaga þeirra Rúnars úr hljómsveitinni Hljómum. Í kjölfarið komu út nokkrar plötur á þremur árum en þar á meðal voru plötur með Halla, Ladda og Gísla Rúnari, Lónlí blúbojs, Helga Péturssyni, Lummunum og Gunnari sjálfum. Plötur Lummanna (tvær talsins) voru með söluhæstu plötum áratuganum og var talað um að þær hefðu fjármagnað sólóplötur Gunnars, sem gengu ekki jafn vel. Þess má þó geta að samkvæmt plötudómum þess tíma fóru gæði og sala augljóslega ekki saman.

Plötuútgáfa Steinars Bergs annaðist dreifingu á plötum Ýmis, og sá auk þess um bókhaldið fyrir Gunnar. Reksturinn gekk þó ekki betur en svo að útgáfa Gunnars fór á hausinn um haustið 1979 og hafði þá gefið út plötur í ríflega fjögur ár.