Afmælisbörn 26. apríl 2015

Stones Stones

Daníel Þorsteinsson

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um þrjú tónlistartengd afmælisbörn:

Einar Vilberg (Hjartarson) er 65 ára gamall, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum, Eilífð, Beatniks, Rain og Brimkló sem hann staldraði reyndar stutt í.

Daníel Þorsteinsson (Danni í Maus) trommuleikari er 39 ára gamall í dag, auk þess að vera trommuleikari Maus, sem sigraði Músíktilraunir 1994, hefur hann trommað og spilað með hljómsveitunum Blixbarbel hotdog band, Maunum, Sometime, Brimi, Herr Hansen, Super oldies, Big fat juicie mama, Títus og Hinum vonlausu.

Björgvin Guðmundsson tónskáld (f. 1891) átti einnig afmæli þennan dag en hann lést árið 1961. Björgvin fæddist í Vopnafirði, menntaðist hér heima í orgelleik en fluttist til Kanada með fjölskyldu sinni þar sem hann var öflugur í tónlistarlífi Vestur-Íslendinga. Til Íslands kom hann aftur heim um fertugt, settist að á Akureyri og starfaði þar við tónlistarkennslu og kórstjórnun auk þess að semja tónlist.