Afmælisbörn 22. mars 2015

Gunnar Ormslev

Gunnar Ormslev

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni:

Eyþór Þorláksson gítarleikari er 85 ára, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands og gekk til liðs við KK sextett. Þar kynntist hann Ellyju Vilhjálms og giftist henni, þau skildu síðar. Eyþór lék með mörgum öðrum sveitum s.s. Hawai-kvartettnum, Orion kvintettnum og Hljómsveit Hauks Morthens.

Gunnar Ormslev saxófónleikar (1928-81) hefði einnig átt afmæli á þessum degi. Hann var fæddur í Danmörku, var hálf danskur, en kom til Íslands rétt tæplega tvítugur, það er venjulega markað sem upphaf nútímadjass á Íslandi. Hér á landi átti hann eftir að setja mikinn svip á tónlistina og lék hér með ógrynni sveita s.s. Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Hauks Morthens, Hljómsveit Björns R. Einarssonar og Jazzmiðlum svo nokkrar séu upp taldar.