Afmælisbörn 12. mars 2015

Dísella Lárusdóttir

Dísella Lárusdóttir

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar:

Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er 38 ára gömul. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Pálssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu. Hún gaf t.d. út plötuna Solo noi árið 2007, söng ásamt systrum sínum á plötunni Jólaboð, hefur einnig sungið í undankeppnum Eurovision og á plötum annarra listamanna. Það eru ekki margir sem vita að Dísella var hljómborðsleikari í Landi og sonum um tíma.