Afmælisbörn 3. mars 2015

Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Þrír tónlistarmenn koma við afmælissögu í dag

Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er 53 ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla Sigurðar Demetz.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður, upptökustjóri og útsetjari svo fátt eitt sé nefnt, er 49 ára. Hann er þekktastur sem einn Todmobile-liða en hefur einnig fengist við upptökur, útsetningar, tónsmíðar og annars konar spilamennsku. Hann hefur  t.d. þrívegis samið Eurovision framlög Íslands.

Jón Valur Guðmundsson trommuleikari á einnig afmæli á þessum degi en hann er 27 ára gamall. Jón Valur hefur leikið á trommur með sveitum eins og Big Kahuna, Who knew og Krónu, og sjálfsagt eru sveitirnar mun fleiri en hér eru upptaldar.