Jamisus (1985-86)

engin mynd tiltækHljómsveitin Jamisus var starfrækt í um það bil ár, 1985 og 86 en ekki liggja miklar upplýsingar fyrir um þessa sveit.

Þeir bræður, Mike og Danny Pollock (Utangarðsmenn, Bodies o.fl.) voru þó í sveitinni sem kom fyrst fram um haustið 1985, líklega einnig hinn einhenti bassaleikari Hlynur Höskuldsson bassaleikari, og aukinheldur gítarleikari sem ekki er vitað nafnið á. Sveitin kom fram einhverju sinni með trommuleik á bandi.

Sveitin starfaði fram undir haust 1986 og var þá í lokin orðið tríó þeirra Pollock bræðra og bassaleikarans.