Jarðlingar, samstarfsverkefni bræðranna Ágústs og Jóns G. Ragnarssonar hér fyrrum var fyrst og fremst hljóðversverkefni en þeir munu ekki hafa komið mikið fram opinberlega.
Þeir Jarðlingar (Earthlings) gáfu út plötuna Ljós-lifandi árið 1982 en þeir höfðu komið víða við í tónlistarsenunni, og voru þ.a.l. ekki neinir byrjendur í faginu, ýmsir aðrir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar með þeim.
Platan hlaut ágætar viðtökur fjölmiðla, góða dóma í DV, þokkalega dóma í Tímanum og Morgunblaðinu en fáeinum dögum síðar birtist önnur gagnrýni í Morgunblaðinu mun jákvæðari.
Tíu árum síðar birtust þeir Jarðlingar aftur, á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl en þar var Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari þeim innan handar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um viðtökur í það skiptið.