Janúarkvartettinn (1983)

Janúarkvartettinn var söngkvartett starfandi í Dalasýslu í byrjun níunda áratugarins. Ekki liggur fyrir hversu lengi hann starfaði en tvö lög með honum komu út á safnplötunni Vor í Dölum, sem gefin var út haustið 1983 og hafði að geyma söng og leik kóra og annars tónlistarfólks úr Dölunum.engin mynd tiltæk

Meðlimir Janúarkvartettsins voru Jón Hólm Stefánsson, Einar Stefánsson, Sigurður Gunnlaugsson og Sturla Þórðarson. Undirleikari kvartettsins var Kjartan Eggertsson.