Félag áhugamanna um klassíska gítartónlist [félagsskapur] (1973-76)

Haustið 1973 var stofnaður félagsskapur í Reykjavík undir yfirskriftinni Félag áhugamanna um klassíska gítartónlist (FÁKG / F.Á.K.G.) en stofnmeðlimir sem voru á bilinu tuttugu til þrjátíu, voru flestir af fyrstu og annarri kynslóð slíkra gítarleikara hérlendis. Formaður FÁKG var Kjartan Eggertsson og Jón Ívarsson ritari en þeir tveir voru hvað virkastir í starfsemi félagsins, annað…

Vorboðinn (1947-)

Vorboðinn er líkast til með elstu starfandi kórum á landsbyggðinni en ekki liggur þó fyrir hvort hann hefur starfað samfleytt allan tímann frá árinu 1947 þegar hann var settur á laggirnar. Kórinn var reyndar ekki stofnaður formlega fyrr en í janúar 1948 en aðal hvatamenn að stofnun hans voru hjónin Magnús Rögnvaldsson og Elísabet Guðmundsdóttir…

Tilfinning (1971-72 / 1973-74)

Saga hljómsveitarinnar Tilfinningar er eilítið flókin en hún skiptist í þrjú tímaskeið. Fyrsta skeið sveitarinnar spannaði um eitt ár en Tilfinning var stofnuð sumarið 1971 í aðdraganda hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli þá um verslunarmannahelgina en þar tók sveitin þátt. Engar sögur fara af árangri sveitarinnar í Húsafelli en hún starfaði í um eitt…

Karlakórinn Hljómur (1983)

Karlakórinn Hljómur mun hafa verið starfræktur í Dalasýslu árið 1983 og jafnvel lengur. Kórinn söng á safnplötunni Vor í Dölum sem kom út það ár en engar aðrar heimildir er að finna um hann, líklega hefur hann því verið stofnaður eingöngu fyrir þetta tiltekna verkefni. Hljómur átti sex lög á Vor í Dölum, platan hlaut…

Janúarkvartettinn (1983)

Janúarkvartettinn var söngkvartett starfandi í Dalasýslu í byrjun níunda áratugarins. Ekki liggur fyrir hversu lengi hann starfaði en tvö lög með honum komu út á safnplötunni Vor í Dölum, sem gefin var út haustið 1983 og hafði að geyma söng og leik kóra og annars tónlistarfólks úr Dölunum. Meðlimir Janúarkvartettsins voru Jón Hólm Stefánsson, Einar…

Dögg (1973-76)

Margir sem stunduðu tónleika um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar muna eftir hljómsveitinni Dögg sem starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið. Dögg var stofnuð haustið 1973 en uppistaðan í sveitinni kom úr Tilfinningu, sem hafði þá nýlega klofnað. Sú sveit hélt þó áfram og starfaði áfram undir því nafni. Þremenningarnir Ólafur Helgi Helgason…