Tígulkvartettinn [2] (2012-13)

Tígulkvartettinn

Strengjakvartettinn Tígulkvartetttinn starfaði á Akureyri veturinn 2012-13 og kom fram í fáein skipti áður en hann lagði upp laupana.

Það voru þau Tomasz Kolosowski fiðluleikari, Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Zsuzsanna Bitay fiðluleikari og Pawel Kolosowski lágfiðluleikari sem skipuðu hópinn en þau voru öll starfandi á Akureyri og nærsveitum.