Tinni og Pikkarónarnir (um 1990)

Hljómsveit mun hafa borið nafnið Tinni og Pikkarónarnir en það er bein skírskotun í titil síðustu Tinnabókarinnar sem Fjölvi gaf út á sínum tíma við miklar vinsældir.

Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en Sveinn H. Guðmarsson (síðar fjölmiðlamaður) mun hafa verið í henni á unglingsaldri svo líklegast hefur hún verið starfandi í kringum 1990.