Thule [2] (1995-98)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um svartmálmssveit að nafni Thule, sem mun hafa verið starfandi á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, líkast til á árunum 1995-98.

Fyrir liggur að Einar Thorberg Guðmundsson (Eldur) var í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi vantar.

Thule gaf út splitsnældu ásamt Asmodeus 1997, en á þeirri sveit átti sveitin sjö lög, þeir áttu ennfremur tvö lög á safnplötunni Fire & ice, sem út kom 1997.

Efni á plötum