TONEKA (1984)

TONEKA

Söngsextettinn TONEKA var djasssöngsveit sem starfaði innan FÍH snemma árs 1984 og kom fram í eitt eða örfá skipti.

Litlar heimildir er að finna um hópinn en söngvararnir gengu undir nöfnunum Þór, Habbí, Rúna, Sibbí, Debbí og Skarphéðinn.

Nánari upplýsingar um nöfn sexmenninganna væru vel þegnar sem og um hvort framhald varð á samstarfinu.