Tónlistarbandalag Akureyrar [félagsskapur] (1945-)

Tónlistarbandalag Akureyrar var stofnað í því skyni að efla tónlistarlíf í höfuðstað Norðurlands og koma að stofnun Tónlistarskóla Akureyrar sem enn er starfandi í dag. Það voru Tónlistarfélag Akureyrar, Karlakórinn Geysir, Kantötukór Akureyrar, Lúðrasveit Akureyrar og Karlakór Akureyrar sem komu að stofnun Tónlistarbandalags Akureyrar haustið 1945, m.a. með það að markmiði að stofna tónlistarskóla sem…

Kom blíða tíð! – Jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember

Brátt kemur hin blíða tíð jólanna og þá ætla félagar í Karlakór Akureyrar – Geysi að leggja sitt af mörkum og efna til jólatónleika á aðventu. Á tónleikunum verða sungnir jólasöngvar úr ýmsum áttum, bæði innlendir og erlendir, rólegir og hátíðlegir söngvar en einnig léttir og fjörugir. Jólatónleikar í Akureyrarkirkju eru ákaflega hátíðleg stund. Tónleikar…