Félag harmonikuunnenda Siglufirði [félagsskapur] (1993-2006)

Merki Félags harmonikuunnenda Siglufirði

Félag harmonikuunnenda Siglufirði starfaði á annan áratug við lok síðustu aldar og byrjun þeirrar nýju. Félagið var stofnað árið 1993 en lítið liggur fyrir um félagið framan af, frá árinu 1996 og þar til félagið lognaðist útaf (líklega 2006) gegndi Ómar Hauksson formennsku í því en ekki er vitað hvort hann var formaður frá upphafi.

Landsmót harmonikkuleikara var haldið á Siglufirði árið 1999 undir merkjum félagsins og einnig kom félagið að fjölskylduhátíðum í Húnaveri í fáein skipti ásamt félögunum í Skagafirði og Húnavatnssýslum en annað liggur ekki fyrir um starfsemi Félags harmonikuunnenda á Siglufirði.