Fífí og Fófó (1970-71)

Fífí og Fófó

Hljómsveitin Fífí og Fófó (Fí fí og fó fó) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1970 til 71 og lék þá í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, sveitin þótti nokkuð efnileg en starfaði ekki nógu lengi til að vekja verulega athygli.

Meðlimir Fífí og Fófó voru þeir Ólafur Sigurðsson bassaleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Hlynur Höskuldsson orgelleikari, Gunnar Jónsson söngvari og Páll Valgeirsson trommuleikari. Þegar Ólafur bassaleikari gekk úr skaftinu stóð til að Kári færði sig yfir á bassann og átti þá Þórður Árnason að taka við gítarleikarahlutverkinu, úr þessu varð ekki og Ólafur hélt áfram í sveitinni en hún starfaði ekki lengi eftir það.