Afmælisbörn 15. nóvember 2020

Richard Scobie

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag:

Richard Scobie sem helst er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er sextugur í dag og á því stórafmæli. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur skotið upp kollinum bæði í Landslagskeppninni og Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Kristinn Jón Arnarson bassaleikari er fjörutíu og sjö ára gamall. Kristinn Jón er bassaleikari Soma sem gaf út plötuna Föl og gerði lagið Grandi Vogar II vinsælt árið 1997. Kristinn hefur einnig verið í sveitum eins og Systir guðs, Stolið, Kósínus, Skrýtnum, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur og nú síðast í Slow montains.

Vissir þú að fyrsta kvennahljómsveit Íslandssögunnar hét Fljóðatríó og var starfandi 1968-71?