Fanný Jónmundsdóttir (1945-)

Fanný Jónmundsdóttir

Fanný Jónmundsdóttir (fædd 1945) er ekki tónlistarkona en hún hefur sent frá sér fjölda kassetta og geisladiska sem hafa að geyma slökunaræfingar og skylt efni undir tónlistarflutningi og sjávarniði.

Fanný hefur starfað við ýmislegt á sínum starfsferli, sem fyrirsæta og fatahönnuður, við blaðamennsku, verslunarrekstur og verslun almennt en einnig sem verkefnisstjóri hjá Stjórnunarfélagi Íslands og umboðsaðili fyrir Brian Tracy námskeið á Íslandi þar sem hún hefur staðið fyrir og leiðbeint á námskeiðum um mannrækt, sjálfstyrkingu, bættan lífsstíl og fleira, einnig sem jógakennari. Tengt því starfi sínu hefur hún sent frá sér efni á kassettum og geisladiskum frá árinu 1993.

Efni á plötum