Farmerarnir (1998)

Farmerarnir

Hljómsveitin Farmerarnir var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Steinn Gunnarsson gítarleikari, tölvumaður og söngvari, Örvar Davíð Þorvaldsson skífuþeytari og Guðmundur Logi Norðdahl gítarleikari og tölvumaður. Einn liðsmanna tríósins gekk úr skaptinu rétt fyrir keppnina eins og það var orðað í umfjöllun í blöðunum og því voru þeir bara tveir sem komu fram, tónlist þeirra var lýst sem instrumental tölvupönki svo væntanlega hefur það verið Guðmundur Steinn söngvari sem mætti ekki til leiks.

Farmerarnir komust ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna en störfuðu þó í einhverja mánuði að minnsta kosti eftir þær.