Mát (2002-06)

Mát

Pöbbatríóið Mát starfaði um skeið í byrjun nýrrar aldar og fór mikinn í ferðum sínum um landsbyggðina þar sem þeir þræddu hvern pöbbinn á fætur öðrum en þeir höfðu fyrst vakið athygli í sjónvarpsþættinum Djúpu lauginni þar sem þeir fluttu Djúpulaugar-lagið, frumsaminn slagara.

Það voru þeir Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari og Bolvíkingarnir Hjálmar Friðbergsson söngvari og Stefán Arnalds bassaleikari sem skipuðu Mát.