Afmælisbörn 14. júlí 2019

Engel Lund

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um eitt afmælisbarn úr tónlistargeiranum:

Engel (Gagga) Lund (1900-96) hefði átt afmæli á þessum degi, hún var dönsk en fædd hér á landi svo hún hafði alltaf taugar hingað. Hún varð þekkt þjóðlagasöngkona, starfaði víða um heim og lagði alltaf áherslu á íslensk þjóðlög, sem hún lagði sig sérstaklega fram við að kynna á erlendri grundu. Síðar kom hún heim til Íslands (1960) og kenndi hér söng allt til dauðadags. Hérlendis komu út plötur með söng Göggu en einnig hafa komið út plötur sem tileinkaðar eru starfi hennar.