Matthías Johannessen (1930-)

Matthías Johannessen

Nafn Matthíasar Johannessen birtist í víðu samhengi enda hefur hann komið víða við á langri starfsævi, efni eftir hann er að finna á nokkrum útgefnum plötum.

Matthías fæddist í Reykjavík 1930 og lauk hann cand mag. námi í íslenskum fræðum með bókmenntir sem aðalgrein og síðan framhaldsnámi í bókmenntum í Kaupmannahöfn. Hann starfaði sem blaðamaður og síðan ritstjóri við Morgunblaðið (1959-2000) og hefur sent frá sér fjölda rita í formi ljóðabóka, skáldsagna, smásagna, leikrita, samtalsbóka, ævisagna, fræðirita o.fl.

Almenna bókafélagið gaf árið 1959 úr smáskífu sem hafði að geyma upplestur sex ljóðskálda og var Matthías meðal þeirra. Árið 1974 gaf Fálkinn út leikritið Sókrates eftir Matthías og tíu árum síðar plötuna Dagur ei meir / Morgunn í maí: Matthías Johannessen les eigin ljóð við undirleik. 1999 kom síðan út tvöföld plata, Ættjarðarljóð á atómöld, gefin út af Vöku Helgafelli en hún hefur einnig að geyma ljóð Matthíasar. Einnig má heyra ljóðaupplestur hans á plötunni Októberlauf (2001).

Efni á plötum