Afmælisbörn 20. júní 2015

Helgi Júlíusson Skagakvartettinn (2)

Helgi Júlíusson

Aðeins eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag:

Helgi Júlíusson (1918-94) úrsmiður og söngvari á Akranesi átti þennan afmælisdag en hann var einn þeirra söngvara sem skipuðu sönghópinn Skagakvartettinn á árunum 1969-94. Skagakvartettinn gaf út plötu 1976 sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma og muna margir lögum eins og Umbarassa, Skagamenn skoruðu mörkin og Ríðum ríðum, í flutningi kvartettsins. Helgi söng einnig með karlakórnum Svönum.