Nýja plata OMAM í 1. sæti iTunes

Of monsters and men

Of monsters and men

Önnur breiðskífa Of Monsters and Men, Beneath The Skin náði 1. sæti á metsölulista allra platna á iTunes fyrr í dag. Fyrr í vikunni kom sveitin fram í tveimur af stærstu þáttum Bandaríkjanna, Good Morning America á ABC og The Tonight Show with Jimmy Fallon og fluttu þau lagið Crystals.

Á heimasíðu Of Monsters and Men geta aðdáendur nú útbúið sína eigin útgáfu af Beneath The Skin plötuumslagi. Hér.

Beneath The Skin er nú komin út um allan heim og verður sveitin á tónleikaferðalagi það sem eftir er árs. Þann 16. júní hefja þau leik í London, þaðan fara þau til Frakklands, Þýskalands, Hollands, Króatíu, Belgíu, Sviss, Póllands, Finnlands, Ítalíu og Spánar áður en förinni er heitið í beinu framhaldi til Ástralíu og Japans. Þá er fjögurra daga hlé áður en sveitin heldur til Kanada og Bandaríkjanna en sá tæplega fjörutíu tónleika túr endar í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík með tvennum tónleikum, 19. og 20. ágúst nk.

15. september verður farið af stað á nýjan leik með fjörutíu tónleika ferð, fyrst um Bandaríkin og síðan um Evrópu þar sem túrað verður um Noreg, Svíþjóð, Danmörku, Frakkland, Austurríki, Ítalíu, Sviss, England og Írland. Þeirri reisu lýkur 29. nóvember í Newcastle.