Vök sendir frá sér þröngskífuna Circles

Hljómsveitin Vök gefur í dag út sína aðra þröngskífu, Circles. Sveitin er nýkomin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið frábæra dóma fyrir tónleika sína. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróaskelduhátíðinni…

Afmælisbörn 22. maí 2015

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fjögur talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er 56 ára. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig hefur Eva Ásrún sungið ófá…