Óperan Peter Grimes í Hörpu
Óperan Peter Grimes eftir Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi næstkomandi föstudag, 22. maí í Eldborg í Hörpu. Tónleikauppfærslan er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Tvær erlendar stórstjörnur úr heimi óperunnar syngja aðalhlutverkin í þessari mögnuðu óperu, Stuart Skelton í titilhlutverkinu og Judith Howarth í hlutverki Ellen Orford, ásamt tíu…