Leikhústónlist og kabarettlög
Búast má við mikilli dramatík og prímadonnustælum á síðustu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í vetur, þar sem leikhústónlist og kabarettlög úr smiðju Kurt Weill verða í aðalhlutverki. Þá mun Ingveldur Ýr Jónsdóttir flytja tónlist úr smiðju þýska söngleikjameistarans, en hún er þekkt fyrir að syngja jafnt óperutónlist sem söngleikja- og kabaretttónlist. Píanóleikari er Antonía Hevesi. Tónleikarnir…