Afmælisbörn 12. maí 2015

Valur Heiðar Sævarsson

Valur Heiðar Sævarsson

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag:

Helga Möller er 58 ára í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil sem trúbador og er kunn fyrir Eurovision-framlag sitt með Icy-hópnum sem var frumraun Íslendinga í þeirri ágætu keppni.

Einar (Arnaldur) Melax hljómborðsleikari er fimmtíu og tveggja ára í dag. Hann var hljómborðsleikari í nokkrum kunnum sveitum hér á árum áður s.s. Sykurmolunum, Fan Houtens Kókó og Kukli en einnig í minna þekktum sveitum eins og Rauðum fiskum og Reiðkonu í austurbænum. Hann hefur starfað við tónlistarkennslu hin síðustu ár en einnig nokkuð við kvikmyndatónsmíðar.

Valur Heiðar Sævarsson söngvari frá Vestmannaeyjum er fjörutíu og eins í dag. Hann gerði garðinn frægan fyrir og um aldamótin með hljómsveit sinni Buttercup en síðan fór minna fyrir honum. Hann gaf þó út sólóplötuna Íslenska konan árið 2011 sem hlaut ágætar viðtökur.

Einnig hefði Árni Jónsson söngvari (1926-2008) átt afmæli á þessum degi. Hann nam hér heima hjá nöfnunum Sigurði Skagfield og Demetz en fór síðar til Ítalíu og Svíþjóðar til frekari söngnáms. Hann söng hér heima og erlendis við góðan orðstír en mun hafa hætt að sögn alltof snemma að syngja. Plata með söng hans kom út 1999, þá með upptökum frá Ríkisútvarpinu.