Afmælisbörn 20. maí 2015

petur jonasson

Pétur Jónasson

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi:

Pétur Jónasson gítarleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkóar, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata, Máradans, hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó leikið inn á fjölmargar plötur, til að mynda í samstarfi við Caput hópinn, Guðrúnu Birgisdóttur, Martial Nardeau og Kjartan Ólafsson, en með þeim síðasttalda starfaði Pétur í hljómsveitinni Pjetur og úlfarnir hér í gamla daga.