Þriðja hæðin [1] (1983)

Þriðja hæðin

Þriðja hæðin (3. hæðin) var hljómsveit sem starfaði í nokkra mánuði árið 1983.

Sveitin var stofnuð í upphafi árs og voru meðlimir sveitarinnar forsprakkinn Rúnar Þór Pétursson söngvari og gítarleikari, Þórarinn Gíslason hljómborðsleikari, Jakob Viðar Guðmundsson bassaleikari og Birgir Kristinsson trommuleikari. Tekið var sérstaklega fram í kynningu á sveitinni að hún væri vímulaus.

Halldór Fannar Ellertsson gekk til liðs við sveitina um vorið og lék líkast til á hljómborð en svo virðist sem sveitin hafi verið hætt störfum um haustið.

Þriðja hæðin náði að hljóðrita fjögur lög en þau virðast hvergi hafa komið út.