Edda Bernharðs (?)

engin mynd tiltækEdda Bernharðs (Bernhards) var ein af mörgum ungum og efnilegum söngkonum sem komu fram á sjónarsviðið um það leyti sem rokkið barst til Íslands, og söng ásamt öðrum slíkum á söngskemmtunum veturinn 1957-58. Edda söng t.a.m. með KK-sextettnum, Hljómsveit Jose Riba, Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Orion kvintett svo fáein dæmi séu tiltekin. Hún hvarf jafnskjótt af sjónarsviðinu þegar hún gifti sig sumarið eftir.