Hljómsveitin Ebro (Ebró) var starfrækt á Akureyri sumarið 1962 og eitthvað fram á haustið. Ebro, sem hlaut nafn sitt af samnefndu fljóti á Spáni, skartaði söngvaranum Þorvaldi Halldórssyni en hann var þá rétt að verða átján ára og átti eftir að verða einn vinsælasti söngvari landsins. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hverjir aðrir skipuðu sveitina.
Ebro var iðulega auglýst undir nafninu Ebro og Valdi.