Undanfarið hefur verið unnið að því að keyra inn efni í gagnagrunn Glatkistunnar og þegar þetta er skrifað hafa ríflega þúsund færslur verið settar þar inn. Gagnagrunnurinn kemur til með að geyma upplýsingar um hljómsveitir, kóra, lúðrasveitir, söngvara, tónskáld og annað sem tengist íslenskri tónlist, frá tólftu öld til okkar tíma. Efnið er að finna undir tenglinum Gagnagrunnur (hér að ofan til vinstri), geymt í stafrófsröð og með nánari útskýringu innan hornklofa þar sem það á við. Beri fleiri en einn „flytjandi“ sama nafn eru þeir númeraðir innan hornklofa [1].
Gagnagrunnurinn er hugsaður sem gagnvirkt fyrirbæri og ef lesendur vilja bæta við upplýsingum, leiðrétta eða leggja til myndefni svo dæmi séu tekin, má senda slíkt í pósti á glatkistan@glatkistan.com.