Kjarnar (1965-)

Kjarnar (2)

Kjarnar

Hljómsveitanafnið Kjarnar kemur nokkuð víða við í fjölmiðlum á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Ekki er ljóst út frá heimildum hvort um eina eða fleiri hljómsveitir er að ræða og hér er því haldið opnu.

Vitað er um bítlasveit frá Akranesi sem starfandi var haustið 1965 en meðlimir þeirrar sveitar voru á gagnfræðiskóla aldri, þeir voru Sigurjón Sighvatsson bassaleikari, Guðjón Guðmundsson gítarleikari, Sigurður Sigurðsson trommuleikari og Finnur Garðarsson píanó- eða orgelleikari.

Einnig gæti söngvari hafa verið með sveitinni sem kallaður var Siggi, en það gæti allt eins hafa verið trommuleikarinn sem þá einnig söng.

Sveit þessi var enn starfandi 1968 og sigraði þá hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina en slíkar keppnir voru iðulega haldnar í Húsafelli. Þá virðist Guðjón einn hafa verið eftir upprunalegra meðlima frá 1965 en aðrir meðlimir 1968 voru Smári Hannesson gítarleikari og söngvari, Þórður Hilmarsson söngvari og saxófónleikari, Jóhann Sveinsson trommuleikari og Júlíus Guðmundsson bassaleikari sem kominn var í stað Sigurjóns, er þá var orðinn þekkt poppstjarna á Íslandi með hljómsveitum eins og Mods og Flowers.

Kjarnar 1968

Kjarnar 1968

Hljómsveit með þessu nafni, Kjarnar, var starfandi 1969 og allt til ársins 1987 þótt hún starfaði fremur stopult hin síðari ár.
Ekki er ljóst hvort um sömu sveit er að ræða og hér að ofan en í blaðagrein frá 1977 segir að sveitin sé um fimmtán ára gömul Ekkert annað bendir til að um sömu sveit sé að ræða, enda virðist hún vera úr Reykjavík og spilaði mikið á skemmtistöðum þar sérstaklega á árunum 1971-74. Það bar til tíðinda að sveitin spilaði um borð í Gullfossi hringinn í kringum landið vorið 1973.

Þessi sveit virðist yfirleitt hafa verið tríó, skipuð Sigurði Magnússyni, Auðunni Valdimarssyni harmonikkuleikara og Jóni Garðari Ívarssyni en þau nöfn gætu verið sunnlensk ef kafað er af dýpt í ættfræði.

Árið 2002 kom sveitin saman og var þá skipuð þeim Auðunni, Baldvini Arasyni og Jóhannesi Sveinbjörnssyni, sem vel að merkja gæti verið hinn sami og nefndur er Jóhann Sveinsson hér að ofan (1968 frá Akranesi).

Kjarnar

Tríóið Kjarnar

Hvað sem öðru líður er erfitt að lesa úr þeim heimildum sem finnast um Kjarna og eru allar upplýsingar um sveitina/sveitirnar vel þegnar.