Kristbjörg Löve (1947-2002)

Kristbjörg Löve

Söngkonan Kristbjörg (Didda) Þorsteinsdóttir Löve var mörgum unnendum gömlu dansanna kunn en hún var söngkona í mörgum vinsældum danshljómsveitum á áttunda og níunda áratug 20. aldarinnar.

Kristbjörg (f. 1947) hóf að syngja með danshljómsveitum um 1970, fyrst með G.P. kvintettnum en síðar með ýmsum sveitum eins og hljómsveitum Gunnars Ormslev, Jóns Páls Bjarnasonar (á Hótel Loftleiðum), Jóns Sigurðssonar og Guðmundar Ingólfssonar, Midas, Sóló, Ásum, Danssporinu, Nýja-bandinu, Kompás, Neistum, Perlubandinu/Stórsveit Karls Jónatanssonar og dúettnum Klappað og klárt, auk þess að starfa með Guðmundi Hauki og fleirum.

Hún bjó ennfremur um tíma í Noregi þar sem hún söng með þarlendri djasshljómsveit. Kristbjörg lést 2002.

Kristbjörg samdi tónlist sjálf en ekki munu hafa komið út nein lög eftir hana, eitt lag (Úr verum) söng hún á plötu Karls Jónatanssonar (Lillý), með hljómsveitinni Neistum.