Sjáumst í sundi (1991-94)

Sjáumst í sundi

Hljómsveitin Sjáumst í sundi (einnig nefnd SSund) starfaði við Menntaskólann á Laugarvatni á árunum 1991 til 94, hugsanlega lengur og lék bæði á dansleikjum innan skólans og utan hans, var m.a. fastur liður á útihátíðinni Bubbu sem fyrrverandi nemendur skólans héldu úti um nokkurra ára skeið.

Meðlimir sveitarinnar voru Ívar Þormarsson söngvari og gítarleikari, Daði Georgsson hljómborðsleikari, Stefán Ari Guðmundsson trommuleikari, Loftur Sigurður Loftsson bassaleikari og Björn Hr. Björnsson gítarleikari. Kristjana Skúladóttir leysti svo Ívar söngvara af.

Sjáumst í sundi hefur að minnsta kosti komið einu sinni saman aftur á þessari öld.