Sigurður Lyngdal (1948-2020)

Sigurður Lyngdal

Sigurður Einar Reynisson Lyngdal (f. 1948) var lengst af kennari við Hólabrekkuskóla, virkur í félagslífi nemenda sinna og áhugamaður um leiklist. Sigurður kom ekkert sérstaklega að tónlist en eftir hann liggja samt sem áður tvær plötur.

Í tilefni af fimmtugs afmæli sínu sumarið 1998 sendi Sigurður út boðskort í formi geisladisks sem bar titilinn Í réttum takti en þar bauð hann til veislu með stuttum inngangi og söng svo í framhaldinu fimmtán lög úr ýmsum áttum, flest allt þekkta slagara frá ýmsum tímum. Hann fékk til liðs við sig nokkra tónlistarmenn til að gera plötuna að veruleika en ekki liggur fyrir hversu stórt upplagið var. Tíu árum síðar kom út önnur plata þar sem Sigurður flutti tíu gamla slagara ásamt Lilju Valdimarsdóttur en Hilmar Sverrisson annaðist allan hljóðfæraleik, þessi plata hét Taktleysa en ekki liggur fyrir hvort hún kom út í tilefni af sextíu ára afmælis hans eða hvort aðeins sé um tilviljun að ræða.

Sigurður lést sumarið 2020.

Efni á plötum